8.1.2009 | 13:17
Ómarktæk skýrsla
Úttektum og athugunum sem opinberir aðilar gera er ætlað að tryggja hag neytenda og veita seljendum aðhald. Ósennilegt má þó teljast að þau markmið náist séu vinnubrögðin almennt eins og við sjáum í þessari úttekt heilbrigðiseftirlits Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Ekkert er sagt hvaða búðir selji besta ísinn eða hverjar þær verslanir eru sem selja ís sem inniheldur alltof mikið af gerlum. Á heitum sumardögum er yndisgott að fá sér ís og þá væri allra þakka verðast ef við fengjum að vita hvort ísinn sé betri á einum stað frekar en öðrum. Er ísinn í Skalla í Árbænum til dæmis betri en í ísbúðinni Álfheimunum? Skýrslan svarar engum af þessum spurningum og er fyrir vikið algjörlega ómarktæk, þarflaus og þeim er að henni standa til lítillar frægðar.
Víða pottur brotinn í íssölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |