8.1.2009 | 11:48
Góð gagnrýni prestanna
Margt í hugmyndum heilbrigðisráðherra um uppstokkun og sameiningu sjúkrastofnana er ágætt og vel brúklegt. Betri samgöngur opna ýmsa möguleika í því efni. Sumt í tillögunum gengur þó tæplega upp. Vestmannaeyjar eru afskekktar og fyrir vikið er nauðsynlegt að halda þar úti sjálfstæðu sjúkrahúsi. Sameining við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er illa framkvæmanleg. Sama gildir um Patreksfjörð. Bokkurn hluta ársins eru sunnanverðir Vestfirðir einangraðir samgöngulega og sameining við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði því ógerleg. Málið er ekki jafn einfalt og ætla mætti. Og aftur vara ég við því að kennisetningin um hagkvæmni stærðarinnar verði allsherjarlausn. Litlar einingar geta plummað sig prýðilega og verið hagkvæmar. Það er gott að sjá pesta landsins blanda sér í umræðuna um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Prestarnir breyta eins og Frelsarinn forðum; eru gagnrýnir á samtíð sína. Standa með þeim sem eiga undir högg að sækja. Vonandi stíga þeir fleiri fram þá með vel rökstuddar tillögur. Segi eins og í Borðsálmi Jónasar, Mættum við fá meira að heyra.
Vinnubrögðin nísta inn að hjarta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |