Í minningu vinar

Mikiđ óskaplega getur óhamingjunni orđiđ margt ađ vopni. Í einni svipan er af slysförum horfinn frá okkur fjölskyldufađir, traustur vinur, frábćr og glađvćr félagi, öflugur málsvari hins réttláta og góđa, snjall mađur og útsjónarsamur sem mér finnst hafa veriđ í geislum sólar alla sína ćvi. Viđ kynntumst fyrir rúmum ţrjátíu árum og áttum samfylgd upp frá ţví. Fyrst sem skólafélagar og var hann seinna mađur sem ég gat leitađ til međ mín veraldlegu mál. Lögfrćđingurinn hafđi svör á reiđum höndum. Ţví var ekki ađ ófyrirsynju ađ ţessum frábćra manni vćru falin svo mörg mál til úrlausnar í trausti ţess ađ ţau kćmust í heila höfn. Ţví er skađinn óbćrilegur fyrir svo marga, mest fjölskylduna sem nú syrgir.

Viđ töluđum saman síđast á sunnudag. Fyrir löngu var komin á sú hefđ á, ađ viđ skiptumst á kveđjum á afmćlisdögum okkar. Ég spurđi hver stađan vćri og hvort vćri ađ birta yfir ţjóđlífinu eftir hrakninga síđustu mánuđa. Hann sagđi svo vera. "Viđ getum ekki leyft okkur ađ hugsa öđruvísi," var svariđ. Einföld orđ sem örlögin hafa fengiđ nýtt inntak og merkingu. 

Guđjón Ćgir Sigurjónsson var drengur góđur.

Guđjón Sigurjónsson

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband