6.1.2009 | 09:41
Illa gefnir eftiráspekingar
Morgunblaðið birti snemmárs 2006 greinar þar sem uppbygging og rekstur íslenskra fjármálafyrirtækja var gagnrýndur. Umfjöllunin var byggð á mati erlendra sérfræðinga og greiningarfyrirtækja. Ein grein Mbl. bar einfaldlega yfirsögnina Bankar á bráðnandi ís. Með þennan fréttaflutning voru bankastjórarnir ókátir. Í viðtali sagði Bjarni Ármannsson að þekking starfsmanna Moggans á gangvirki fjármálalífsins mætti vera á "hærra þekkingastigi". Svipuð ummæli annara stjórnenda fjármálafyrirtækja má tiltaka. Sigurður Einarsson sagði danskan blaðamann sem spáði falli íslensku bankanna "óvenjulega illa gefinn" og í einhverju samhengi töluðu Kaupþingsmenn um "eftiráspekinga". Svör við gagnrýni voru yfirleitt í þessum dúr. Nú, þegar Bjarni Ármansson, hefur endurgreitt Glitni 370 milljónir sem einskonar syndaaflausn, er kostulegt að lesa ummæli hans. Bankastjórinn fyrrverandi segir að launagreiðlur bankans hafi verið ofrausn, íbúðalánin og svo framvegis. Er því eðlilegt að spurt sé, hvort stjónrendur bankanna hefðu ekki þurft að vera menn meiri þekkingar, en ekki "eftiráspekingar" sem eru "óvenjulega illa gefnir", svo notuð séu þeirra eigin orð.
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |