Þröngsýn þúfnapólitík

Þingmönnum sem eiga bakland sinn í kjördæmum landsbyggðarinnar gengur efalítið gott eitt til, þegar þeir stíga á stokk og krefjast aðgerða vegna til að mynda hærra verðs á rafmagni og áburði, vondum vegum, póstdreifingu og svo framvegis. Þeir bera við að hin ótrúlegustu mál geti leitt til byggðaröskunar eða viðlíkra hörmunga. Gleyma því þá að verð á flestu hér á höfuðborgarsvæðinu hefur líka hækkað og fjölmargt mætti vera í betra lagi. Sífellt mal þingmanna af landsbyggðinni um meinta erfiðleika þar, er bjarnargreiði. Það er fínt að búa úti á landi og þingmenn mættu oftar ræða um það. Þeir kjósa hins vegar að gera vankantana að sérstökum baráttumálum sínum og tala heilu héruðin niður. Stjórnmálamenn, eins og Jón Bjarnason, telja kjósendur úti á landi oft á tíðum sérstaka bandamenn sína vegna baráttu þeirra fyrir sértækum hagsmunum. Sjálfum finnst mér hins vegar mikilvægara að á Alþingi sitji víðsýnt fólk sem horfir til hagsmuna fjöldans - þó svo þröngsýn þúfnapólitík hljómi sem tónlist í eyrum einhverra.

 


mbl.is Vill láta fresta hækkun á raforkuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband