Spennandi tímar

Velt mæltist biskupnum okkar, Karli Sigurbjörnssyni í nýársprédikun sinni. Þar sagði hann að við þyrftum að endurheimta sameiginlegu samfélagssýn á Íslandi sem byggði á umhyggju og þjónustu umfram allt. Á virðingu og trausti, á ábyrgð og skyldu fremur en réttindum og á langtíma uppbyggingu samfélags fremur en skyndigróða til eigin hagsmuna fárra. "Látum það móta viðhorf og stefnu, ekki síst gagnvart þeim öldruðu og sjúku, fötluðu og svo börnunum! Þau mega ekki verða fórnarlömb félagslegrar upplausnar vegna fjármálahrunsins," sagði biskupinn. Og ennfremur: "Tökum öll höndum saman um að gera landið okkar betra, þjóðina sterkari til þjónustu við lífið og heiminn og jörðina, sem Guð gefur okkur." Allt þetta vildi ég sjálfur sagt hafa. Og taki þjóðin nú höndum saman undir einu merki við skapa heilbrigðara samfélag sem ekki er litað af gróðahyggju tel ég að framundan séu spennandi tímar.  Endurreisnin er áhugavert verkefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband