27.12.2008 | 13:17
Þröngsýn sjónarmið
Fjallað er ítarlega um Evrópumálin í nýjasta Bændablaði og skoðanir bænda í þeim efnum reifuð. Er þar vitnað til funda sem forysta bænda hélt með umbjóðendum sínum í desember. Viðhorf bænda í þessum efnum eru eftirtektarverð. Fyrst og síðast horfa þeir á sína eigin stöðu og hvort nánari samvinna við Evrópuþjóðir, svo sem með aðild að ESB, sé heppileg í því ljósi. Að minni hyggju væri eðlilegri, víðsýnni og heilbrigðari afstaða að nálgast umræðuna um ESB út frá þeirri grundvallarspurningu hvort innganga í ESB væri hagfeld þjóðinni allri en ekki einstaka atvinnugreinum. Í frásögn Bændablaðsins er vitnað til ummæla Gunnars Þorgeirssonar bónda á Efri-Fitjum í Húnaþingi vestra sem telur þörf á því að bændur eigi sinn fulltrúa á Alþingi. Um þetta sjónarmið bóndans húnvetnska vildi ég sagt hafa að til setu á löggafasamkomunni þurfum við öðrum fremur að velja víðsýnt fólk sem gætir hagsmuna heildarinnar en ekki einstaka stétta og atvinnugreina.