26.12.2008 | 22:55
Sjávarútvegurinn skiptir máli!
Fyrr á árunum sögðu fjölmiðlar oft og ítarlega frá því þegar vel veiddist og eftir mettúra togaranna voru þeir fréttaefni í fremstu röð. Jafnan fylgdi með fréttinni hver hásetahluturinn væri. Á síðari árum hafa svona fréttir haft minna vægi. Sögur af afrekum útrásarvíkinganna svonefndu hafa öðru skákað út af borðinu. Einstaka mönnum þótti sjávarúvegurinn engu skipta lengur. En allt snýst í hringi. Nú skipta útgerð og aflabrögð aftur öllu máli fyrir þjóðina. Nýjustu fréttir benda jafnframt til að fiskgengd sé að aukast sem aftur gefur væntingar um að auka megi þorskkvóta. Þrátt fyrir minni fisksölu erlendis og mjög erfiða skuldastöðu er sóknarhugur í útgerðarmönnum.
Enn eitt aflametið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |