Huglaust gjamm

Nafnlausar sendingar, eins og auglýsendur í DV hafa fengið, eru í eðli sínu alvarlegar. Væntanlega er þó hér um að ræða ómerkilegt gjamm í huglausu fólki. Þegar ég starfaði á DV, 2001 til 2004, bárust mér nokkrum sinnum nafnlaus bréf og símtöl. Þær sendingar voru frá fólki sem greina mátti að hefði stórundarlegan þankagang og sumir gengu varla heilir til skógar. Satt að segja gef ég ekkert fyrir þennan válista, fyrr en nöfn aðstandenda hans koma fram. Og eitthvað segir mér að þeir hinir sömu séu "minni spámenn" eins og stundum er sagt. Annars hugsa ég í dag stundum með söknuði til gömlu flokksblaðanna. Enginn þurfti að velkjast í vafa um fylgisspekt þeirra við flokkanna - sem eru vel að merkja lýðræðislegar fjöldahreyfingar. 


mbl.is Auglýsendum DV hótað með válista?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband