20.12.2008 | 18:28
Ekki föðurbetrungur!
Í þættinum Vikulokin í morgun nefndi Steingrímur J. Sigfússon þá garpa íslenskra stjórnmála sem stóðu vaktina og tryggðu hagsmuni Íslendinga í þorskastríðunum þremur. Útfærsla landhelginnar hefur skilað Íslendingum miklu og átt sinn þátt í því þeirri velsæld sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Margir lögðu þar hönd á plóginn, en sérstaklega má nefna Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra og Einar Ágústsson utanríkisráðherra frá 1971 til 1978. Og mikið eru það stórkostlega undarleg örlög að sonur Einars, Sigurður sem var starfandi stjónarformaður Kaupþings, sé einn höfuðsmiður að hruninu mikla - öndvert afreki föður hans í landhelgismálum. Þetta kallast að vera ekki föðurbetrungur. En kannski gengur betur næst.
Sölu á Kaupþingi í Lúx að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |