Peð fyrir riddara og hrók

Tryggvi Jónsson starfaði um langt árabil sem endurskoðandi hjá KPMG, var aðstoðarforstjóri Baugs um tíma og aðaleigandi og forstjóri Heklu um skeið. Störf hjá Landsbanka hóf hann á síðasta ári en hefur skv. orðum aðallögfræðings bankans ekki haft með að gera mál sem tengjst Baugi. Með öðrum orðum sagt þá hefur Tryggvi verið "starfsmaður á plani" eins og segir í vinsælum sjónvarpsþáttum. Vandséð er því hvernig störf Tryggva á vegum bankans gátu skyndilega orðið helsta bitbein mótmælenda, sem skiljanlega gremst að gullgröftur útrásarinnar breyttist í skítmokstur. Nær væri af hálfu gagnrýnenda að beina sjónum sínum að hærra hafa flogið og eiga raunverulega sök á fallinu. En allt er þetta samkvæmt bókinni. Einum óbreyttum er jafnan fórnað fyrir alla hina. Peð fýkur fyrir riddara, hrók og biskupa. Og ávinningur hina svonefndu aðgerðasinna sem óðu í Tryggva er ekki annar en eftir stendur fjölskylda í sárum. Teljast slíkt makleg málagjöld?


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband