17.12.2008 | 10:05
Léttasótt í harðæri
Sú spá að draga muni úr barnsfæðingum hér á landi næstu árin er hæpin. Efalaust munu fjölmargir flytja af landi brott í leit að betri tækifærum til sómasamlegar lífsafkomu. Slíkt eru eðlileg viðbrögð í kreppu. Fólk er alltaf í leit að betra lífi. En þeir sem grúska í sögunni vita sömuleiðis að aldrei sem í styrjöldum og harðæri er ástarlíf mannskepnunnar fjörlegt. Fólk þarfnast yls og umhyggju. Ást dag og nótt og afleiðingin er léttasótt. Við þekkjum öll sögurnar af "ástandinu" í Reykjavík á stríðsárunum. Mér finnst því allt eins sennilegt að Íslendingum muni fjölga næstu árin meira en þær breytur sem Hagstofan byggir á í útreikningum sínum segja til um.
Dregur úr fólksfjölgum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.