Grænt og malar gull

Vatnssmiðja Jóns Ólafssonar í Ölfusinu er dæmi um gott framtak sem hefur skapað fjölmörg atvinnutækifæri þar eystra. Þetta er umhverfisvæn og græn stóriðja. Sjálfsprottið framtak manns sem er þekktur fyrir útsjónarsemi og dugnað. Byggðastefna eins og hún gerist best. Mér finnst því sjálfsagt að Alþingi samþykki aukafjárveitingu vegna vegspotta af þessa, enda allar lagaheimildir til staðar. Rífar 100 milljónir í þessu sambandi eru lítill peningur miðað við mörg önnur byggðaverkefni sem hafa verið styrkt en svo reynst tálsýn ein. Nefni þar refabúskap og fiskeldi. Vatnssmiðjan er hins vegar tekin til starfa og malar gull. Arðbært verkefni, þar sem aðkoma ríkisins er sjálfsögð.

 

 


mbl.is 110 milljónir í veg að vatnsverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Als ekki hann a ad borga thetta sjalfur,  thessu hefdi  betur verid varid i  sudurlandsveg.

Thad er alveg greinilegt ad audvaldsklikan raedur her enn gegnum thessa leppstjorn.

Burt med spillingarlidid.

Arnór Valdimarsson, 16.12.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Lög kveða á um heimreiðar og þær borgar ríkið allt að 50 metrum frá húsi. Sammála þér Siggi, þetta skilar sér fljótt til baka.

Haraldur Bjarnason, 16.12.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband