16.12.2008 | 10:38
Vantar sykur og sultu
Mér hefur í seinni tíð stundum fundist nokkuð skorta á að Siv Friðleifsdóttir, sem ég þekki raunar af góðu einu, segi afdráttarlaust af hverju hún er í stjórnmálum. Við þurfum að vita um ætlunarverk hennar og hugsjónir ef einhverjar eru. Frá því Siv hvarf úr umhverfisráðuneytinu á sínum tíma hefur hún ekki náð neinu flugi sem stjórnmálamaður. Yfirlýsing hennar vegna framboðs til varaformanns vitnar um þetta. Plaggið eru aðeins almenn orð, innihaldslitlar og illa bakaðar lummur. Á þær vantar bæði sykur og sultu. Eitthvað bitastætt sem útskýrir fyrir okkur hvað Siv hyggst fyrir sem verði hún kjörin varaformaður Framsóknar.
Siv býður sig fram til embættis varaformanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
FRAMSÓKN?
Ég get svararð þér, þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn eru grunnhyggnir einstaklingar sem halda að Samvinnuhreyfingin hafi verið flokkur þeirra góðu sem hjálpuðust að og sáu hver öðrum fyrir því sem þurfa þótti. SBR kaupfélögin út um allt land. Fólk hélt í alvöru að þeim væri haldið úti fólkinu til lífsbjargar. Raunin var allt önnur því að þeir sem voru í forystu flokksins voru spilltir valdagráðugir (flestir hverjir) þeir útdeildur kaupfélagsstjórastöðunum og fleira fínerí og síðan sátu þeir að kjötkötlunum sjálfir og mökuðu krókinn. SBR. S hópurinn.
Sif er sennilega ágæt, en hún vill vera í sviðsljósinu eins og sést best á því hvernig hún „pósar“ framan í ljósmyndarana. Pólitíkin er aukaatriði bara ef hún getur haft sig í frammi og verið “sæt“
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.