15.12.2008 | 23:57
Skömmin er auðmanna
Allir sem starfað hafa á ritstjórnum þekkja hve örmjótt bil þarf jafnan að feta í öllum fréttaflutningi. Segja þarf satt og rétt frá öllum staðreyndum en einnig gæta að þeim hagsmunum sem kunna að vera undirliggjandi. Stundum taka fréttastjórar og ritstjórar af skarið og birta mikilvægar fréttir með almannaheill í huga, enda þó þær komi við einhverra kaun. DV-málið sýnir að mínum dómi ágætlega hve erfiðri stöðu fjölmiðlamenn eru oft í. Barátta þeirra við peningavaldið í landinu er oft hræðilega illskeytt og erfið. Skömmin og sökin í þessu máli er þeirra sem hyggjast stjórna fréttaflutningi í krafti peninga - en ekki þeirra sem stýra og starfa á dagblöðunum.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.