15.12.2008 | 19:08
Rýrt í roði
Ofurfrjálshyggja og alhliða hömluleysi skýra hrun bankanna að verulegu leyti. Fjölmargt fleira kemur þó til, svo sem aðstæður á erlendum mörkuðum sem Íslendingar gátu ekki haft nein áhrif á. Hins vegar gerði Samfylkingin engar tilraunir til bregðast við aðstæðum við myndun núverandi ríkisstjórnar, svo sem einhverskonar takmörkunum á fjármálamarkaði. Og muna má að Ingibjörg hélt handan um höfin með Kaupþingsstjórum þar sem danska pressan var beðin um gott veður. Orð formanns Samfylkingar eru því ósköp rýr í roði þegar litið er til fortíðar.
Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frjálshyggja hefur ekkert að gera með þá útþenslu ríkisins sem átt hefur sér stað hér undanfarin ár. Frjálshyggjunni er kennt um allan fjandann, líka hluti sem eru andstæðir grundvallar stefnu frjálshyggjunnar. Magnað að fólk komist alltaf upp með það.
Kannski (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.