15.12.2008 | 11:14
Dýrmæt sérstaða
Kröftugt andóf almennings í kjölfar bankahrunsins er prýðilegt. Þau vitna um lifandi lýðræði og samfélag með lífsmarki. Mér finnst hins vegar fáránlegt að kalla skrílslæti fáeinna krakka "friðsöm mótmæli" og "borgaralega óhlýðni" eins og það er orðað. Það er utan hreppamarka alls velsæmis að grýta eggjum á Alþingishúsið, baula fyrir framan Ráðherrabústaðinn, gera strandhögg á lögreglustöðina og svo mætti áfram telja. Það sjónarmið er uppi að mótmælaaðgerðir af þessum toga séu það eina sem dugar, enda daufheyrist ráðamenn við röksemdum. Ég vil hins vegar benda á að sín mikilvægustu mál hafa Íslendingar jafnan leitt til lykta með samstöðu og skýrum rökum. Bendi þar á sjálfstæðisbaráttuna, handritamálið og þorskastríðin þrjú. Ég má ekki til þess hugsa að mótmælin nú leiði til þess að öryggissveitir þurfi að fylgja ráðamönnum okkar hvert fótmál og að við getum ekki lengur vænst þess að mæta þeim á Laugarveginum, í kjörbúðinni eða í heita pottinum í sundlauginni. Ef svo verður, hefur Ísland glatað dýrmætri sérstöðu í samfélagi þjóðanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2008 kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.