Forsetamyndin

Fæstir geta á móti mælt að Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið aðsópsmikill í embætti forseta Íslands. Raunar má einu gilda á hvaða vettvangi þessi drengur úr Dýrafirði hefur starfað, hvarvetna hefur hann riðið með björgum fram og jafnvel ekki sést fyrir. Þannig var hann meðal annars í pólitíkinni. Myndin sem hér fylgir var tekin sl. sumar á ráðstefnu sem var haldin í tilefni af áttræðisafmæli Steingríms Hermannssonar þar sem var fjallað um stjórnmálaferil hans. Ólafur er fyrir miðju - en á myndinni eru annars tveir formenn stjórnmálaflokka, tveir fjármálaráðherrar, tveir iðnaðarráðherrar og tveir ritstjórar Þjóðviljans. Og er ekki rétt munað hjá mér að Friðrik Sophusson hafi verið orðaður við hugsanlegt forsetaframboð árið 1996.

Picture 11410


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband