Færsluflokkur: Fjölmiðlar
22.1.2009 | 11:12
Hæfileikamaðurinn SER
Sigmundur Ernir Rúnarsson er hæfileikamaður. Við unnum saman á DV í rúm tvö ár, frá 2001 til 2003. Hann var frábær yfirmaður og góður félagi. Ekki síður útsjónarsamur sem ritstjóri. Er fljótur að sjá fréttina í þeim málum sem að höndum ber og þekkir jafnan leiðina að því hvernig ná skal feng í hús. Fer ekki á taugum þótt blaðið standi rétt um það bil að fara í prentun og eitthvað standi enn út af. Veit að með samtakamætti en þó umfram allt annað léttri og góðri stemningu getur góð og samhent ritstjórn unnið kraftaverk. En þetta á víst ekki að vera minningargrein. Okkar maður verður komin í nýja vist fyrr en síðar - og rithöfundur er hann fantagóður. Simmi er langflottastur ...
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Slóð | Facebook