Færsluflokkur: Menntun og skóli
20.12.2008 | 15:37
Háskólinn, Grillið og Kleppur
Ljóst var strax að brimskafl bankakreppunnar tæki með sér út þúsundir starfa. Til að bregðast við aðsteðjandi atvinnuleysi ákváðu háskólarnir að taka nýnema um áramót. Nú eru þær fyrirætlanir í uppnámi, þar sem fjárveitingar eru ekki til staðar. Allt er í klessu. Satt að segja minnir þetta mál svolítið á atriðið úr kvikmyndinni Englum alheimsins þegar geðsjúklingarnir af Kleppi fóru á Grillið á Hótel Sögu, röðuðu í sig stórsteikum og drukku hin dýru vín. Báðu þjónana að máltíð lokinni svo um að hringja á lögregluna, þar sem þeir Kleppararnir væru auralausir. Eins er fjárveitingarnar til háskólana. Nýnemum eru gefin góð fyrirheit en þegar allt kemur á daginn eru peningarnir ekki til. Undarlegt hvað raunveruleikinn er stundum grátbroslegur.
Þetta er lögreglumál.
Kleppur er víða.
Ekki hægt að taka inn nýnema | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 21.12.2008 kl. 01:39 | Slóð | Facebook