Færsluflokkur: Bloggar

Vanhugsaðar tillögur VG

Í bæklingi sem mér barst nú í dimbilviku tíunda Vinstri grænir stefnumál sín og koma víða við. Þar er meðal annars lagt til að teknar verði upp ókeypis máltíðir í grunnskólum. Mæli græningjar þar manna heilast en fyrir alþingiskosningar er fráleitt að tala með þessum hætti. Grunnskólarnir eru reknir á ábyrgð sveitarfélaga og Alþingi hefur ekkert með skólamáltíðir að gera. Annað er eftir þessu. Til að mynda er lagt til að vextir verði lækaðir hratt á næstu mánuðum. Að brydda upp á þessu er í besta falli kjánalegt þar sem Seðlabankinn ákvarðar stýrivexti. Stjórnmálamenn geta sömuleiðis, hvað sem VG segir í stefnuskrá sinni, eflt ferðaþjónustu, aukið smábátaútgerð útrýmt kynbundnum launamun eða tryggt réttindi og sjálfstæði fréttamanna. Annað er eftir þessu. Því er rétt að vara kjósendur við að leggja Vinstri grænum lið í kosningabaráttunni. Flokkur sem lofar upp í ermina á sér með óábyrgum yfirlýsingum eins og hér að framan er lýst er ekki stjórntækur.

 


Undarleg umræðuhefð!

Umræðan nú um hina rausnarlegu styrki Landsbankans og FL Group í flokksjóð Sjálfstæðisflokksins er um margt dæmigerð fyrir umræðuhefð íslenskra stjórnmála. Mál, sem hafa fyrir legið jafnvel um lengri tíma, eru dregin fram fáum dögum fyrir kosningar, svo allt hverfist um þau. Nú eru styrkir til Sjálfstæðisflokksins skyndilega orðin hitamálið og það sem fólk hefur fjasað um í fermingarveislum páskanna. Tæpast er ofsagt að fyrir síðustu kosningar hafi veiting ríkisborgararéttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz þáverandi umhverfisráðherra verið mál málanna. Einhverjir töldu víst að hugsanleg aðild að ESB eða hvernig þjóðin ætti að vinna sig út úr hrikalegu kreppuástandi yrði stóru kosningamálin nú. Mér datt það aldrei í hug, enda eru slíkt mál of stór í brotinu og rökin það margbrotin að andateppufjölmiðlun ljósvakans og fólkið í landinu höndla málin aldrei.

 


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golgata, Valhöll og Guðlaugur Þór!

Júdas sveik frelsara sinn fyrir þrjátíu silfurpeninga. Með gróflegri námundun eru það þrjátíu milljónir kr. sem er sama upphæð og FL-Group og Landsbankinn, hvort fyrirtæki um sig, lögðu Sjálfstæðisflokknum til. Spurning hver er hinn eiginlegi Júdas í þessari páskaafferu íhaldsins en ekki er fjarri lagi héðan í frá, að Valhöll við Háaleitisbraut sé nefnd Golgata. Ýmsir lukkuriddarar flokksins verða krossfestir í þessu máli rétt eins og Jesús Kristur forðum og það einmitt á föstudaginn langa. Mér sýnist sem Guðlaugur Þóri smellpassi inn í hlutverk Jesús Krists, síðustu sólarhringa höfum við fylgst með þingmanninum burðast með þungan kross á hann hefur verið lagður. "Það er fullkomnað," mun einhver hrópa á elleftu stundu í kvöld en svo sagði Jesús Kristur á dauðastund sinni. Eftir stendur þá sú spurning ein hvort einhver íhaldsmaður rísi upp frá dauðum á páskadagsmorgni. Annað eins hefur nú gerst. Í Biblíunni segir frá því að Jesús hafi stigið upp til himna við sólarupprás á páskadag; þess hafi konurnar orðið varar þegar þær komu í hellinn til að þvo líkama hans. Ætla má því að skúringakonurnar í húsi Sjálfstæðisflokksins gætu orðið vitni af undrum og stórmerkjum þegar þær mæta til að veita föllnum foringjum dáðarmeðöl og hinstu smurningu. En hver mun færa steininn frá hellismunanum?

  

 

 


mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómbólubörnin fá á baukinn

Tíu ára eða svo gekk ég hús úr húsi heima á Selfossi og safnaði skrani á tombólu. Þetta var ágæt æfing í því hvernig hið kapítalíska markaðshagkerfi virkar, svo sem að misjafnlega fiskast og veiði er sýnd en aldrei gefin. Ég man úr söfnunarleiðangri þessum að í sumum húsum fékkst ekkert en á einum stað kom til dyra kona sem var sérstaklega örlát og gaf okkur tólf manna kaffistell. Hróðugur kom ég heim með fenginn en þá tók móðir mín af skarið. Tók dótið, skilaði því aftur til konunnar veglyndu og sagði ómögulegt að gefa drengnum svona rausnarlega. Einhverra hluta vegna rifjaðist þessi bráðum þrjátíu ára gamla saga upp fyrir mér þegar ég horfði á fréttirnar áðan. Útrásarvíkingar FL-Group eru komnir í sömu stöðu og gjafmilda kona og fyrrverandi forsætisráðherra er tombólubarnið sem fékk á baukinn. Og Bjarni Benediktsson skilar skraninu ef gjafmildin fer úr böndum.

 

 

 


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk hliðstæða

Fyrir um það bil áratug, þegar nokkuð var um jarðhræringar austur í Mýrdal og jafnvel talin hætta á Kötluhlaupi, ákváðum við sem þá störfuðum á ritstjórn Dags, að gera úttekt á  Kötluhlaupum fyrr og síðar og hættunni sem slíkum náttúruhamförum fylgdi. Ég fann m.a. ýmsar heimildir í bókum og bæklingum, svo sem frásagnir af Kötlugosinu 1918. Og til að fá örlítið meira kjöt á beinin hringdi ég í Sólveigu Þorvaldsdóttur þáverandi framkvæmdastjóra Almannavarna og vildi vita um viðbragðsáætlanir og fleira slíkt sem stofnun hennar hefði tiltækar ef svo færi að Katla gysi. Er skemmst frá því að segja að Sólveig vildi ekkert um málið segja og var stutt í spuna. Svona umfjöllun væri til þess eins fallin að hræða fólk - og ætlaði hún ekkert að segja. Þetta breytti þó ekki því að upplýsingar um viðbúnað og annað slíkt af hálfu Almannavarna, lögreglu björgunarsveita og annara tókst mér að afla eftir öðrum leiðum enda ástæðulaust að þegja yfir því sem varða almenning miklu máli. Ég efa ekki að Sólveigu gekk gott eitt til með því að neita mér um áðurnefndar upplýsingar, en dæmisagan frá Ítalíu segir okkur hins vegar að vafasamara er að þegja yfir fréttum af yfirvofandi vá, en segja sérhverja sögu eins og hún gengur.

 


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æmt og skræmt í Reykhólasveit

Í þúsundum fjölskyldna á landinu eru til staðar vandamál þessu lík; að veikur eða fatlaður einstaklingur fái ekki viðeigandi stuðningsþjónustu. Að koma frænda gamla á elliheimili eða tryggja að litla stúlkan fái viðeigandi stuðningsúrræði er algjör glerbrotaganga aðstandenda; mál sem hins vegar liggja í þagnargildi. Ætla má að lítið og fámennt sveitarfélag eins og Reykhólasveit hafi ekki mikið bolmagn til að veita litlu stúlkunni sem hér segir frá, þann stuðning sem henni ber. Hins vegar hefur hafa þeir sem stjórna málum í sveitarfélaginu ekki látið sitt eftir liggja í allskonar kröfugerðarpólitík, t.d. um vegagerð, atvinnumál og fleira slíkt. Á liðnu hausti var t.d. æmt og skræmt þar vestra vegna þess að fækka átti útburðardögum pósts þar vestra og hátt var haft í fjölmiðlum. Þeir sem málum stjórn vestra segja hins vegar ekki múkk hvernig leysa á vanda ungu stúlkunnar og fjölskyldu hennar.

 


mbl.is Lokað á langveika stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Matthildur

Stórkostlega athyglisvert sjónarmið kemur fram í þessari frétt, þar sem Jón Bjarnason segist þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Eru í raun aðrir kostir í stöðunni? Stundum hefur í fréttum verið talað um að flytja skuli flugvöllinn - sem yrðu auðvitað rosalegustu tilfæringar Íslandssögunnar. Minnir eiginlega á brandarann í Útvarp Matthildi þar sem til stóð að flytja Tjörnina upp á Árbæjarsafn en áður þurfti að fylla hana af einhverskonar stífelsi. Merkilegt annars að Alþingi eyði tíma sínum í þetta mál núna; þegar þúsundum fjölskyldna og fyrirtækja í landinu er að blæða út af völdum ógætilegra ráðstafana í efnahagsmálum.


mbl.is Vill byrja á samgöngumiðstöð á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfkveðnar vísur

Þakka bar Vinstri grænum fyrir að tala jafn skilmerkilega og þeir gera þessari frétt enda þó ég taki öllu því sem stjórnmálamenn segja fyrir kosningar með miklum fyrirvara. Umræða fyrir kosningar einkennist jafnan af hálfkveðnum vísum. Spyrja má hvaða fólk sé í dag með djúpa vasa sem skattheimtumenn geta komist í þegar brúa skal fjárlagagatið illræmda. Í tilkynningu flokksins segir að í grasrótinnni hafi komið til greina að  "... skoða hvort einhver tegund skattlagningar á mjög tekjuhátt stóreignafólk komi til greina." Gott og ef - en hverjir eiga í dag miklar eignir eða eru mjög tekjuháir? Sárafáir held ég - og því er uppstokkun á skattkerfinu til að ná í eignari þess fólks varla fyrirhafnarinnar virði.

 


mbl.is Árétting um eignaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólastjórinn af Skaganum

Óhæfa þótti þegar Davíð Oddsson líkti störfum Alþingis við háttalag í gagnfræðaskóla. Þetta var í upphafi þingsetu Davíðs haustið 1991. Margt hefur væntanlega breyst í þingstörfum síðan þá, þótt enn í dag virðist sitthvað í störfum þingsins líkt því sem gerðist þegar ég var í gaggó. Einmitt þess vegna hefði ég haldið að enginn væri betur til þess fallinn að halda utan um þinghaldið er skólastjórinn af Skaganum, Guðbjartur Hannesson. En mikið skelfilega hefði mér sem nemanda þótti ef lærifeður mínir hefði þekkt helstu og markverðustu daga Íslandssögunnar. 30. mars 1949 og atburðir þess dags er nokkuð sem allir eigi að hafa á hreinu - einkum og helst þegar mönnum hefur verið falin sú vandasama vegsemd að halda utan um störf löggjafasamkomunnar.

 

 

 


mbl.is Vissi ekki af 60 ára afmæli NATO inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanamellur, brask og smygl!

Mikið hlakka ég til þess að sjá þessa sýningu, enda þó ég sé fullur efasemdar um að sýndir verði eða sagðir ákveðnir þættir. Mér er til að mynda, stórlega til efs að brugðið verði ljósi á stórkostlegar gripdeilir Suðurnesjamanna á Keflavíkurflugvelli, þar sem margir öfluðu sér fanga til húsabygginga eða annara framkvæmda með því að stela af hernum. Og ætli nokkuð verði sagt frá Kanamellunum sem svo voru nefndar. Eða braskinu, smyglinu eða þætti Sextíumenninganna sem svo voru nefndir; þar sem 60 íslenskir menningarvitar skoruðu á íslensk stjórnvöld að stöðva að útsendingar Kanasjónvarpsins næðust á höfuðborgarsvæðinu, enda stefndu þau erlendu áhrif íslenskri menningu í voða. Varnarliðinu fylgdu margar skuggahliðar sem lituðu íslenskt þjóðfélag um langa hríð og nú í fjarlægð tímans er rétt að gera þau mál upp með sama hætti og sagðar eru skemmtilegar sögur úr herstöðinni á heiðinni. Best er þó að vera ekki með dóma fyrirfram en veit ég vel að skuggahliðarnar eiga samkvæmt rétttrúnaðinum að liggja í þagnargildi og það finnst mér óeðlilegt.

 

 


mbl.is Bærinn tók lit af nábýli við Völlinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband