Íslensk hliðstæða

Fyrir um það bil áratug, þegar nokkuð var um jarðhræringar austur í Mýrdal og jafnvel talin hætta á Kötluhlaupi, ákváðum við sem þá störfuðum á ritstjórn Dags, að gera úttekt á  Kötluhlaupum fyrr og síðar og hættunni sem slíkum náttúruhamförum fylgdi. Ég fann m.a. ýmsar heimildir í bókum og bæklingum, svo sem frásagnir af Kötlugosinu 1918. Og til að fá örlítið meira kjöt á beinin hringdi ég í Sólveigu Þorvaldsdóttur þáverandi framkvæmdastjóra Almannavarna og vildi vita um viðbragðsáætlanir og fleira slíkt sem stofnun hennar hefði tiltækar ef svo færi að Katla gysi. Er skemmst frá því að segja að Sólveig vildi ekkert um málið segja og var stutt í spuna. Svona umfjöllun væri til þess eins fallin að hræða fólk - og ætlaði hún ekkert að segja. Þetta breytti þó ekki því að upplýsingar um viðbúnað og annað slíkt af hálfu Almannavarna, lögreglu björgunarsveita og annara tókst mér að afla eftir öðrum leiðum enda ástæðulaust að þegja yfir því sem varða almenning miklu máli. Ég efa ekki að Sólveigu gekk gott eitt til með því að neita mér um áðurnefndar upplýsingar, en dæmisagan frá Ítalíu segir okkur hins vegar að vafasamara er að þegja yfir fréttum af yfirvofandi vá, en segja sérhverja sögu eins og hún gengur.

 


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband