Góð Birgitta

Fjöllistakonan Birgitta Jónsdóttir hefur þrjú næstliðin föstudagskvöld verið kvöldgestur Jónasar Jónassonar í ágætum útvarpsviðtölum. Í fyrrakvöld ræddi hún meðal annars um sjálfsvíg og kom þar atriði sem mér finnst vert að vekja athygli á. Þar sagði hún að ekki mætti álasa þeim sem tæki líf sitt um sjálfselsku og eigingirni, eins og oft er gert. Sá sem tæki líf sitt væri einatt helsjúk manneskja sem rokkaði milli heima skynsemi og fjarstæðu. Mér finnst þetta skynsamlega mælt hjá Birgittu, sem hefur birst mér í þáttum Jónasar sem vel meinandi manneksja með góðar pælingar en ekki rugludallur og atvinnumótmælandi - eins og ég áður taldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband