Kraftaverk eða misheppnaðar auglýsingar?

Þegar Vilmundur Gylfason tók við embætti dóms- og menntamálaráðherra í minnihlutastjórn Benedikts Gröndal í desember 1979 kom hann með miklar yfirlýsingar um hvað stjórnin hyggðist fyrir á þeim fáum mánuðum sem hún hafði til stefnu. Bylta átti og breyta samfélaginu og þá sérstaklega á vettvangi dómsmálaráðuneytis. Brösulega tókst til og Vísir nefndi aðgerðir ráðherrans "misheppnaðar auglýsingar". Það má því kalla skynsamlegt þegar Steingrímur J. Sigfússon kemst svo að orði að best sé að ríkisstjórnin lofi engum kraftaverkum á þeim 83 dögum sem hún hefur til stefnu. Hitt er þó kýrskýrt, að þjóðin mun gera skýra kröfu til nýrrar ríkisstjórnar um tiltekt í Seðlabankanum, lægri vexti og nauðsynlegar aðgerðir svo bankarnir geti veitt eðlilega þjónustu. Mikilvægast er þó kannski að þjóðin fái svör svo óvissan sé frá. Endurreisn hins nýja Íslands hefst ekki fyrr en grundvöllurinn er ljóst. Takist nýrri ríkisstjórn undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur þetta ekki er illa af stað farið og Guð forði okkur frá misheppnuðum auglýsingum - sem ég því miður óttast.

 

 


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband