Skinhelg umræða um styrki

Í nútímanum þykir sjálfsagt að leita stuðnings fyrirtækja um stórt og smátt. Velferðarmálum ýmiskonar er komið á rekspöl með starfi sjálfboðaliða sem leita til fyrirtækja um stuðning og velþekkt er að nauðsynlegur tækjabúnaður á heilbrigðisstofnunum er oft fenginn með gjöfum frá kvenfélögum, ljónaklúbbum, frímúrurum og öðrum slíkum. Og engin takmörk eru á því hvað slíkar gjafir mega kosta.

Og hver segir að fólk úr áðurnefndum félögum njóti þá ekki sérstakrar velvildar á sjúkrahúsunum; sé hugsanlega tekið fram fram fyrir aðra á biðlistum? Lætur yfirlæknirinn hið veitula fólk einhvers njóta þegar kemur að því að það sjálft eða einhver úr þess fjölskyldu þess þarf læknismeðferðar með? Oft hafa líka gengið sögur um að gamla fólkið fái greiðari aðgang að dvalarheimilum arfleiði það viðkomandi stofnun að eigum sínum.

Undir öfugum formerkjum má spyrja hvort stuðningur fólks og fyrirtækja við stjórnmálaflokkana sé óðeðlilegur ef allt er allt gegnsætt og uppi á borðum og má þá einu gilda hver upphæðin er. Er endilega víst að stjórnmálamenn missi dómgreindina og hygli fólki út á það eitt að viðkomandi hefur greitt í flokkssjóðinn? Altjend eru stjórnmálaflokkarnir opnar og lýðræðislegar fjöldahreyfingar og engan þekki ég sem er í  pólitík öðruvísi en svo að vilja ekki samfélagi sínu vel.


mbl.is Framsókn opnar bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband