Ríkisstjórn sálfræðihernaðar

Ný ríkisstjórn undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur ætlar sér stóra hluti. Á fjölmörgu er tæpt í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sem kynnt var á blaðamannafundi í dag og ber þar hæst aðgerðir í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin tekur fram að efnahagsstefnu sína byggi hún á fyrirliggjandi áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem þýðir á mæltu máli að Vinstri grænir hafa þurft að éta ofan í sig stóru orðin. Um aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja - og reyndar fleira - má segja að þær séu mestan part almennt orðað hjal sem allir geta í raun verið sammála. Enginn getur til dæmis sett sig upp á móti því að leitað verði leiða til að örva fjárfestingu innlendra og erlendra aðila, né að ríkisstjórnin sjái til þess að fjármálastofnanir gangi hratt og örugglega til verks við að greiða úr vanda lífvænlegra fyrirtækja. Þeir rúmlega áttatíu dagar sem ríkisstjórnin hefur til stefnu eru ekki langur tími, en ýmsu má þó koma í gegn. Mestu skiptir hvað varðar árangurinn að ríkisstjórnin sendi frá sér strax á morgun jákvæð frá sér skilaboð - sem aftur getur vakið þjóðina af dásvefni. Sálfræðihernaður er það sem gildir.

Jóhanna og Steingr.

mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband