Breytt byggðastefna

Á öllum tímum í mannkynssögunni hefur fólk flutt sig um set í leit að betra lífi. Okkur eiginlegt að flýja vondar aðstæður í von um að grasið sé grænna hinu megin. Stóra verkefnið sem stjórnmálamenn þurfa að takast á við í þessu samhengi er að gera Ísland aftur byggilegt. Við þurfum að komast undan skuldaklafanum, sigrast á atvinnuleysinu, vinna bug á verðbólgu og þannig áfram telja. Öll önnur mál eru afgangsstærðir. Byggðastefna dagsins í dag snýst um að gera landið aftur byggilegt. Við megum ekki við því missa ungt fólk úr landi og má þá einu gilda hvar það býr. Til þessa hefur hefur inntak byggðamálanna, sem svo eru nefnd, snúist um þá rétthugsun að halda öllum útkjálkum í byggð með því að leggja vegi, grafa jarðgöng og svo framvegis. Nú er endurreisn þjóðfélagsins eftir hrunið hins vegar orðin að byggðamáli - þar sem landið allt er undir. Við megum illa missa ungt fólk úr landi. 

 


mbl.is Aukinn útflutningur á búslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband