Lífeyrissjóðir láni til tónlistarhúss

Skúli Thoroddsen er vel meinandi maður. Hugmyndir hans um að lífeyrissjóðirnir fjármagni byggingu nýs háskólasjúkrahúss eru verðar allrar athygli, enda mikils um vert að koma af stað mannaflsfrekum framkvæmdum í því kreppuástandi sem nú varir. Hvert starf skiptir máli. Hönnun nýs Landspítala er þó hvergi nærri lokið og einhver tími - jafnvel ár - munu líða uns smíði þess getur hafist. Á meðan bíða þúsundir manna án atvinnu, með allri þeirri skelfingu sem því fylgir. Og er þá ekki eðillegt að lífeyrisjóðirnir, sem eiga sand af seðlum, láni til tónlistarhússins? Nú er allt stopp í Austurhöfn en ef peningar fást gætu smiðirnir verið komnir á staðinn strax á morgun. Lausnin á þeirri pattstöðu sem framkvæmdir við höllina við höfnina eru í virðist blasa við, úr því framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins vill að lífeyrissjóðirnir láni. Að flóknum hlutum er jafnan einföld lausn! Svo byggja menn háskólaspítala þegar tónlistarhúsið er risið og með því má halda uppi nægri atvinnu í framkvæmdageiranum næstu fimm til sex ár.
mbl.is Vill byggja 120 milljarða Háskólasjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband