Tíminn er hringur

Tíminn er ekki bein lína heldur hringur. Flest ef ekki allt sem gerist í núinu á sér fordæmi. Þannig voru hugmyndir um fæðisgjald sjúklinga á Landspítala ræddar í tíð Viðeyjarstjórnarinnar sem sat 1991 til 1995. Lungann úr þeim tíma var Sighvatur Björgvinsson í ráðuneyti heilbrigðismála og beitti niðurskurðarhnífnum af ofsa og vildi auka kostnaðarvitund sjúklinga. Innan fárra daga munum við sjá fleiri hugmyndir um niðurskurð. Næsta hugmyndin verður væntanlega að taka upp heilsukort lík þeim sem Guðmundur Árni vildi innleiða. Og í öllu þessu spilverki leika svonefndir jafnaðarmenn aðalhlutverkið, nú sem samherjar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.

 


mbl.is Upptaka fæðisgjalda hugsanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband