Óvenjulegt fjáröflunarstarf

Fréttir um slys af völdum fikts með flugelda eru árvissar. Aldrei er of varlega farið og margir bíða flugeldaslysa aldrei bætur. Kynugt er jafnframt að fírverkið er í flestum tilvikum keypt af deildum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Vörnum gegn flugeldaslysum virðist því vera nokkuð ábótavant. Skömmu fyrir jól lagði alþingismaður til að fólk sýndi ráðdeild og sparaði við sig flugeldakaup sem framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar tók óstinnt upp. Sjálfur tel ég að setja flugeldasölu verulegar skorður strax um næstu áramót og rétt er enginn skjóti þessum rokblysum upp, nema menn sem hafa til þess fullkomna kunnáttu. Jafnframt að slysavarnarfólk rói á önnur mið í fjáröflunarstarfi. Reyndar er mjög óeðlilegt að þar sem hjálparsveitunum er ætlað hlutverk í hinum opinbera almannavarnarkerfi, að þær eigi allt sitt undir velvild landans hvað varðar fjáröflun. Aðrir þeir sem koma að almannavörunum og þar með samfélagsþjónustu ættu þá að fjármagna starfsemi sína með sambærilegum hætti; lögreglan til dæmis með kökubasar og sjúkraliðsmenn ættu að ganga í hús og selja rækjur!


mbl.is Óvíst um sjón eftir flugeldafikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband