Pólitísk töfrabrögð!

Fyrir síðustu kosningar gagnrýndi Steingrímur J. Sigfússon - sem og hans nótar á vettvangi VG - þáverandi stjórnarflokka mjög harðlega fyrir að spila út trompum fáeinum dögum fyrir kosningar. Altjend væri hið versta mál að skuldbinda ríkisvaldið langt fram í tímann, þegar kjörtímabil væri að renna út. Svo virðist sem Steingrímur hafi gleymt þessum ummælum sínum, nú þegar hann ræðst í umfangsmiklar breytingar á stjórn fiskveiða níu dögum fyrir alþingiskosningar. Ég ætla ekki að hafa neinar efnislegar skoðanir á því hvort strandveiðar séu betri en byggðakvóti en mér finnst ömurlegt þegar alþingismenn eru ekki samkvæmari sjálfum sér en að framan er lýst. Öllu er umbylt fáum dögum fyrir kosningar. Raunar herma mínar heimildir að landbúnaðarráðherrann frá Gunnarsstöðum sé með einhver tromp uppi í erminni sem hann ætlar að kynna á allra næstu dögum. Já, víða leynast kanínur í höttum þegar sýna þarf pólitísk töfrabrögð!

 

 

 


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband