Ekki traustvekjandi!

Fyrir komandi kosningar er sú krafa rík að kastað verði bjarghring til skuldsettra fjölskyldna í landinu. Tvær hugmyndir hafa þar einkum verið nefndar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur talað um 20% flatan niðurskurð allra skulda heimilanna og Lilja Mósesdóttir frambjóðandi VG hefur komið með þá tillögu af skuldum hverrar fjölskyldu verið fjórar milljónir stýfðar af. Sjálfsagt hafa báðar þessar hugmyndir sína kosti og kalla, sjálfur treysti ég mér ekki til þess að leggja á þær mat svo vel sé. Hins vegar er athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir flutti fundi ASÍ, skv. frétt mbl.is, ekki með neina tillögu um hvernig skera mætti úr snörunni fjölskyldurnar sem fastar eru í vítahring skuldafangelsis. Með öðrum orðum sagt þá er forsætisráðherrann algjörlega skák og mát í þessu máli; ráðalaus gagnvart því hvernig losa megi landsmenn úr hrikalegri prísund. Slíkt er ekki traustvekjandi.

 


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband