Hælkrókur með hækkunum

Glímusýningunni er lokið. Forysta verkalýðsins og stjórnendur HB-Granda hafa reynt með sér í ýmsum fangbrögðum síðustu daga hvar hinir síðarnefndu sigruðu að lokum með góðum hælkrók. Hafa ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins út þær launahækkanir sem umsamdar voru en hafði verið slegið á frest. Málið er dautt. En mikið óskaplega er leiðinlegt að sjá yfirlýsingar þar menn "harma neikvæða umræðu," eins og komist er að orði. Við lifum í samfélagi þar sem allar rökstuddar skoðanir eiga rétt á sér - eins og raunin hefur verið í þessu máli. Skiptir þá engu hvort umræðan er neikvæð eða kemur við einhverra kaun. Niðurstaðan er alltjend hærri laun.

 

 


mbl.is HB Grandi hækkar laun starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband