Lítil kreppusaga

Hver lítur sínum augum á silfrið. Konan stendur í skilum með allt sitt en verðbólgan hefur hækkað lánin upp í hæstu hæðir. Niðurstaðan er sú að áhvílandi skuldir á íbúðinni eru orðnar meiri en andvirðið. Eins og hjá þúsundum annara Íslendinga. Slíkt eru engin ný tíðindi. Að krakkar þurfi að deila sama herbergi ætti ekki að vera nein frágangssök. Ef börnin líða ekki skort og eiga góða að, er þetta allt í fína lagi. Og svo vænkast hagur í fyllingu tímans. Þá geta þeir sem þurfa komast í stærri íbúð og margir munu minnast yfirstandandi krepputíðar sem innihaldsríks tíma þegar þegar fundið var upp á mörgu skemmtilegu sem lítið kostar.

 


mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband