Menn í mótsögn

Eins og Einar Már Guðmundsson rithöfundur sagði svo ágætlega í Morgunblaðsgrein sinni sl. sunnudag er viðbára íslenskra viðskiptamanna við hvers konar gangrýni jafnan sú að ekkert "óeðlilegt eða ólögmætt" hafi verið við þá viðskiptagjörninga sem í umræðunni eru hverju sinni. Þetta kann vel að vera rétt, en þá vekur hins vegar athygli hvers vegna peningar þeirra eru vistaðir í skattaskjólum víða um veröldina. Viðskipti fara fram undir nöfnum allskonar leynifyrirtækja þar sem eigendurnir eru aftur önnur fyrirtæki sem eru leyndinni hjúpuð. Einbjörn togar í Tvíbjörn. Fyrst viðskiptamógúlarnir hafa haft rétt við, að eigin sögn, og ekki gert neitt ólöglegt og óréttmætt, hvers vegna þurfa þeir að stofna leynireikninga á Ermasundseyjum, í löndunum við Karabíska hafið og nú síðast í Panama. Af hverju eru reikningarnir ekki einfaldlega undir nöfnum mannanna sjálfra og hér á landi. Eru mennirnir ekki í mótsögn við sjálfan sig þegar þeir segja allt í himnalagi en telja eigi að síður rétt að sveipa viðskipti sín þessum dulardjúp?

 


mbl.is Vistuðu hlutabréf í Panama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband