Samfélaglegur friður

Þegar vinstri stjórn Hermanns Jónassonar sprakk seint á árinu 1958 beitti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands sér í þeim viðræðum sem þá fóru í hönd. Hann kom minnihlutastjórn Emils Jónssonar til valda, en hennar stóra verkefni var breyting á kjördæmaskipuninni til þess háttar sem gilti fram á síðustu ár. Ári síðar tók Viðreisnarstjórnin við og átti Ásgeir ósmáan þátt í myndun hennar.

Í embættistíð Kristjáns Eldjárns þurfti forseti oft að beita sér í stjórnarmyndunarviðræðum; sem helgaðist fyrst og síðast af miklum efnahagsvanda Íslendinga. Árið 1980 var Kristján raunar kominn á fremsta hlunn með myndun utanþingsstjórnar eins og lesa má um í bók Guðna Th. Jóhannessonar, Völunarhús valdsins. Í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur gengu stjórnarmyndunarviðræður yfirleitt liðlega fyrir sig og sama hefur verið uppi á teningnum í Bessastaðatíð Ólafs Rangars. Það er í raun fyrst núna sem eitthvað reynir á hann við að tryggja þjóðinni starfhæfa ríkisstjórn. 

Þau skilyrði sem Ólafur setur stjórninni þurfa í raun ekki að koma á óvart. Þau eru efnislega hin sömu og hann hefur áður sagt. Í dag sagði hann að ný ríkisstjórn þyrfti að skapa samfélagslegan frið. Þetta er í góðu samræmi við nýársávarp forsetans þar sem hann sagði að við þyrfum að "... í kjölfar hinnar erfiðu reynslu að gefa okkur tíma til að móta sáttmála um samfélagið ... Í slíkri umfjöllun hefðu allir ótvíræðan rétt til að láta í sér heyra, bæði málfrelsu og tillögurétt. Ef vel tækist til kæmi til greina að sáttmálinn yrði staðfestur í sérstakri atkvæðagreiðslu því gerð hans myndi byggja á valdinu sem er hjá fólkinu í landinu, þjóðinni sjálfri."


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband