Engum spurningum svarað!

Ætla má að víða í borg og byggðum sé fundað þessa dagana. Margir eru að stinga saman nefjum um ástand mála í þjóðfélaginu og bestu leiðirnar út úr vandanum. Sú frétt sem hér er viðhengd er til vitnis um það. Hins vegar er fréttin afskaplega rýr í roði. "Á fundi talsmanna margra grasrótarhreyfinga um lýðræðisumbætur var samþykkt að  mynda samstöðu breiðfylkingar með það meginmarkmið að koma á nauðsynlegum breytingum og umbótum á íslensku samfélagi," segir í fréttinni - sem spyrja má hvort slíku nafni megi kallast. Spurningin svarar engum þeirra grundvallarspurninga sem vakna. Hverjar eru þessar grasrótarhreyfingarnar og hvaða einstaklingar standa að baki þeim. Hverjar eru í einni setningu sagt þær breytingar og umbætur sem þær vilja ná fram. Stendur til að bjóða fram í öllum kjördæmum, hver er í forsvari og þannig gæti ég áfram haldið. Þetta er frétt - um ekki neitt!


mbl.is Unnið að framboði grasrótarhreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband