Litli karlinn

Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, talar eins og sá sem valdið hefur. Vissulega endurspegla krafa hans um kosningar viðhorf margra í hans flokki, en yfirlýsingin hefur þó sáralitla vigt. Fyrir framvindu málsins skiptir öllu hver eru viðhorf Össurar, Lúðvíks, Björgvins - og svo Ingibjargar Sólrúnar þegar og ef hún kemur aftur inn í pólitíkina. Held að ömurlegt sé að vera í stöðu Ágústs Ólafs. Að vera næstur formanni að völdum formlega séð en vera þegar allt kemur til alls litli karlinn í flokknum og það er í minnst tvöfaldri merkingu þeirra orða. Þetta breytir samt ekki því, að öll rök hníga að því að kosið verði í vor. En verður Ágúst Ólafur aftur í framboði? Þarf Samfylkingin ekki að hreinsa út, eins og aðrir flokkar.

 

 


mbl.is „Eigum ekki að óttast þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband