Sögur af ritskoðun

Umræða um ritskoðun í fjölmiðlun sem nú er áberandi er mér að flestu leyti óskiljanleg. Tilfinnanlega vantar betri skýringu á ritskoðun! Hugmyndir blaðamanna um efni ná ekki alltaf í gegn. Stundum eru mál skotin niður; þykja af ritstjórum óbrúkleg eða ekki fréttnæm og við slíku er ekkert að segja! Stundum ná viðmælenda og blaðamaður ekki saman og þá getur besti kosturinn verið sá að birta ekkert. Einu sinni kom í minn hlut á ritstjórn að stytta viðtal - alltof langt - sem sem lausapenni út í bæ hafði skrifað. Sló vel af og viðbrögðin voru þau að ég stundaði ritskoðun! Ég man líka eftir því þegar þáverandi eigendur DV voru í framkvæmdum á Leirubakka í Landsveit og ég fór austur með ljósmyndara þar sem við skoðuðum herlegheitin. Barði svo saman grein um málið, sem ég fékk um síðir mikið breytta. Við Sigmundur Ernir sem þá var ritstjóri ákváðum að láta greinina rúlla eftir eigendanna óskum, því illt er að egna óbilgjarnan, eins og segir í Grettissögu. Skrifaði einhverntíma grein um upplýsingabyltinguna og ráðamenn og lofaði þar Björn Bjarnason fyrir að svara öllum erindum sem til hans væru beint nánast um leið. Taldi sjálfsagt að nefna þetta, nema hvað þá hringdi Guðni Ágústsson fólvondur og skammaði mig fyrir að hæla Birni. Lof um einn þótti last um annan. Sagði að hann svaraði alltaf öllum erindum fljótt og vel. Líka í tölvupósti. Veit ekkert um sannleiksgildi þess, nema að á ráðherraskrifstofu Guðna var engin tölva!! Er þetta ritskoðun? Nei, aðallega rugl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband