Ærlegur forseti

Endurreisn íslensks þjóðfélags verður ekki að veruleika, nema fólk spyrji krefjandi spurninga og nálgist hluti með öðrum hætti en verið hefur. Að því leyti skapar forseti Íslands okkur gott fordæmi. Hann er ærlegur þegar hann segist velta fyrir sér, hvort hann hafi gengið of langt í fylgisspekt og þénustu við banka og fjármálafyrirtæki í útrásinni. Nær hefði verið að hlusta á fólkið í landinu. Gaman væri að heyra frá ráðherrum ríkisstjórnar, hvort þeir telji sig hafa gengið of langt í að mæra útrásarvíkinga og sinna erindum þeirra. Þeir þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum - rétt eins og forsetinn hefur gert. Bessastaðabóndinn boðar átak við að reisa Ísland úr öskustó. Ég styð slíkt af heilum hug, en óttast hins vegar að í yfirstandandi harðæri sé hver sjálfum sér næstur. Fólk telji sig eiga nóg með sitt. Vona þó hið gangastæða. En mikið er áhugavert að lesa bloggpistla dagsins um nýársávarpið. Afstaðan fylgir í grófum dráttum hefðbundnum línum flokkastjórnmála þar sem sjálfstæðismenn eiga ómögulegt með að komast upp úr pólitískum skotgröfum.

 


mbl.is Þjóðarátak nýrrar sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband