Fjáröflun með fírverki!

Milli Jóns Magnússonar alþingismanns og Kristins Ólafssonar framkvæmdastjóra Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefur risið sérstök deila sem birst hefur á netmiðlum í dag. Þingmaðurinn sagði í útvarpsviðtali í morgun að fólk gæti sparað með því að kaupa ekki flugelda. Það telur slysavarnarmaðurinn út í hött. Segir að nær væri að hvetja fólk til að kaupa ekki áfengi. Í þessari deilu dagsins hafa báðir nokkuð til síns máls. Í núverandi árferði þurfa allir að spara og má einu gilda hvar borið er niður. Sjálfur vil ég björgunarsveitum þó allt hið besta. Tel óeðlilegt að félagasamtök sem gegna mikilvægu hlutverki í almannavörnum eigi nánast allt sitt undir sveiflukenndri fjáröflunarstarfsemi, eins og fírverkinu. Hlutverk öryggis- og björgunarsveita er síst minna en t.d. lögreglu, sjúkrastofnana og fleiri slíkra sem alfarið eru reknar fyrir opinbert fé.

 


mbl.is „Fer þokkalega af stað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband