Þingmaður í þversögn

Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar, sagði nýlega að engin rök væru fyrir að auglýsingum í Ríkisútvarpinu. Því ætti að breyta lögum svo ljósvakamiðlar í eigu einkaaðila sætu einir að kökunni. Ég er ekki sammála þessu sjónarmiði þingmannsins. Þar sem frjáls markaðsbúskapur er við lýði eiga fyrirtæki að sjálfsögðu að hafa sjálfdæmi um hvernig þau haga markaðsmálum sínum. Stæði ég að fyrirtækjarekstri myndi ég án hiks auglýsa í RÚV, sem hefur mikla hlustun og áhorf. Sjónarmið um bann eða takmarkanir á auglýsingum í Ríkisútvarpinu ganga því þvert gegn öllum sjónarmiðum um frelsi í viðskiptum, sem Ágúst Ólafur hefur þó gefið sig út fyrir að styðja.

 


mbl.is Áfram auglýsingar á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband